Austurgilsvirkjun

Fjallað er um Austurgilsvirkjun í skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum. Þar segir að Austurgilsvirkjun sé í nýtingarflokki 3. áfanga rammaáætlunar sem er óafgreiddu frá Alþingi.

Í svari Artic Hydro, sem unnið hefur að undirbúningi, segir að gert sé ráð fyrir uppsettu afli 20 MW og er miðlunargeta virkjunarinnar mikil. Unnið hefur verið að Austurgilsvirkjun síðan 2014 og fyrir liggur rannsóknarleyfi frá Orkustofnun.

Næstu skref eru að hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum og skipulagi, semja við Landsnet um tengingu við flutningskerfið, fullnaðarhönnun virkjunar, öflun tilskilinna leyfa o.fl.

Artic Hydro telur kosti þess að horfa til Austurgilsvirkjunar ótvíræða umfram tvöföldun frá Hrútartungu, en á meðan 3. áfangi rammaáætlunar er óafgreiddur frá Alþingi er verkefnið í frosti, auk þess sem kostnaður við að tengja virkjunina inn á meginflutningskerfið mun drepa verkefnið. Ef Alþingi aftur á móti afgreiðir 3. áfanga rammaáætlunar og samningar nást um tengigjald sem verkefnið getur staðið undir á að vera hægt að gangsetja virkjunina 2027−2028.

DEILA