Atvinna fyrir refaskyttu

Strandabyggð óskar eftir að ráða veiðimann til refaveiða á svæði 6 í Strandabyggð sem nær frá Mórillu að Ísafjarðará.

Grenjaveiðitímabil er frá 1. maí til 31. júlí ár hvert. Veiðitímabil á hlaupadýrum er frá 1. ágúst til 30. apríl ár hvert.

Samkvæmt reglum Strandabyggðar um refaveiðar er einungis veiðimönnum með samning við sveitarfélagið greitt fyrir refaveiðar. 

Ráðinn veiðimaður sér sjálfur um allan búnað til veiðanna og skal hann ekki brjóta í bága við lög og reglugerðir.

Umsóknum skal skila á skrifstofu Strandabyggðar á Hólmavík.

DEILA