10 þúsund tonn af þorski til strandveiða

Frá Bolungarvík.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð þar sem veiðiheimildir í þorski til strandveiða eru auknar úr 8.500 tonn í 10.000 tonn.  

Með reglugerðinni er staðfest að aflaviðmiðun í upphafi strandveiðitímabilsins verður óbreytt frá fyrra ári, 11.100 tonn.

Þorskur 10 þúsund tonn, ufsi 1.000 tonn og gullkarfi 100 tonn.

Reglugerð um strandveiðar 2022 er nánast óbreytt frá í fyrra. Óheimilt verður að stunda veiðar á rauðum dögum.  Uppstigningardag 26. maí, annan í hvítasunnu 6. júní og 1. ágúst á frídegi verslunarmanna.

Þann 20. júlí í fyrra var 1.171 tonni af þorski bætt við áður útgefna viðmiðun sem heimilaði 11.171 tonna veiði á árinu 2021.  Það dugði þó ekki til að tryggja veiðar til ágústloka því að veiðum lauk 18. ágúst.  

DEILA