Vinsælar vélsleðaferðir frá Djúpavík

Um hverja helgi í mars og apríl eru farnar vélsleðaferðir frá Hótel Djúpavík. Í hverri ferð eru um 25-35 manns og koma allir á sínum eigin sleðum.

Að sögn Magnúsar Karls Péturssonar í Hótel Djúpavík eru þessar ferðir hugsaðar fyrir íslenskt sleðafólk sem komast vill á nýjar slóðir. Við bjóðum upp á þessar ferðir með gistingu og fæði og vinsældirnar hafa verið ótrúlegar.

Ferðirnar hafa vaxið gríðarlega síðan við byrjuðum þær 2016 og í ár vorum við komin með langan biðlista áður en við gátum sett ferðirnar í sölu. Þegar við vorum svo búin að hringja út biðlistann vorum allar ferðirnar uppseldar. Sem sagt uppselt áður áður en þær fóru í sölu.

Myndirnar tók Haukur Harðarson í sleðaferð um síðustu helgi.

DEILA