Vegaframkvæmdir 2021

Myndin er tekin yfir Djúpafirði og horft út á Hallsteinsnes

Fjölmörg stór verkefni voru í framkvæmd og önnur í undirbúningi hjá Vegagerðinni.

Meðal stærstu verkefna má nefna fyrsta áfanga Hringvegar um Kjalarnes frá Varmhólum að Vallá þar sem vegurinn verður breikkaður á fjögurra kílómetra kafla. Annað gríðarstórt verkefni er annar áfangi Hringvegar milli Selfoss og Hveragerðis þar sem vegurinn verður breikkaður á sjö kílómetra kafla, byggðar fimm steyptar brýr og undirgöng auk tveggja reiðganga úr stáli.

Miklar framkvæmdir standa yfir á sunnanverðum Vestfjörðum. Unnið er að Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði og um Gufudalssveit. Tímamót urðu þegar síðustu samningar náðust við landeigendur í Teigsskógi í lok árs og því ekkert til fyrirstöðu að bjóða út þennan umdeilda kafla og ljúka langri og erfiðri sögu vegagerðar á þessu svæði

Helstu framkvæmdir á árinu 2021 á Vestfjörðum

Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, 1. áfangi.
→ Verkið skiptist í tvo kafla. Annars vegar um 5,7 km langan kafla við Þverdalsá og hins vegar um 4,3 km langan kafla fyrir Meðalnes.


Vestfjarðavegur um Gufudalssveit.
→ Gufudalsá — Skálanes. Endurbygging og breikkun á um 6,6 km kafla frá Gufudalsá að Skálanesi.
Kaflinn frá Gufudalsá að Melanesi verður ekki hluti af framtíðar Vestfjarðavegi en mun þjóna umferð um Gufudal þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar verður lokið.
→ Kinnarstaðir — Þórisstaðir. 2,7 km kafli yfir Þorskafjörð. 260 m löng steypt brú.
→ Djúpadalsvegur. Nýbygging Djúpadalsvegar á um 5,7 km kafla.

Vestfjarðavegur um Bjarnardalsá í Önundarfirði.
→ Breikkun brúa, bætt umferðaröryggi.

Djúpvegur um Hattardalsá
→ Nýbygging á 2,6 km vegarkafla ásamt smíði á nýrri brú á Hattardalsá.

Bíldudalsvegur um Botnsá í Tálknafirði.
→ Breikkun brúa, bætt umferðaröryggi.

DEILA