Hagstofa Íslands hefur yfirlit yfir hvað er ræktað á Íslandi. Samkvæmt þeim tölum sem hún hefur birt fyrir síðasta ár var heildaruppskera ársins 2021 svipuð og árið 2020.
Þó var ræktað 14% meira af gulrótum og agúrkum, 17% meiri af blómkáli og 19% meiri af salati.
Hins vegar var uppskeran 20% minni af tómötum og papriku.
Þá var kartöfluuppskera 14% minni en 2020 en kartöflumygla mun hafa spilaði þar inn í.