Ísafjörður – Syngjum inn vorið

Það er kominn tími til að Ísfirðingar syngi í sig vorið og Tónlistarskólinn á Ísafirði tekur þátt í því.

Öllum er boðið að koma og syngja saman í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar næsta fimmtudaginn 24. mars kl. 18.  Textum verður varpað upp á vegg svo að allir geti sungið með.

Það verður Bergþór Pálsson sem verður forsöngvari og spilar undir.

Aðgangur ókeypis og allir eru velkomnir!

Ef vel tekst til verður samsöngsskemmtun að reglulegum viðburði á Ísafirði.

DEILA