Söngkeppni Samvest 2022

Söngkeppni Samvest fer fram fimmtudaginn 17. mars 2022 í Félagsheimli Bolungarvíkur.

Allir flytjendur í keppninni þurfa að vera á aldrinum 13-16 ára eða úr 8.-10. bekk grunnskóla.

Keppendur geta skráð sig til keppni gegnum skráningarform til og með mánudeginum 14. mars.

Ef sungið er með fyrirfram uppteknu undirspili skal senda undirspilið á netfangið helgi@bolungarvik.is í síðasta lagi þriðjudaginn 15. mars.

Að öðru leyti er hér vísað til reglna í úrslitakeppni Söngkeppni Samfés.

Aðalæfing kl. 16:00-18:00
Keppnin hefst kl. 18:30.
Að keppni lokinni er ball fyrir 13-16 ára á vegum félagsmiðstöðvarinnar Tópazs.



Samvest er forkeppni á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Samfés söngkeppnina sem fer fram laugardaginn 30. apríl 2022.

DEILA