Skíðafélag Ísafjarðar tók þátt í Jónsmóti á Dalvík um síðustu helgi.
Mótið er minningarmót um Jón Bjarnason sem var einn stofnenda Skíðafélags Dalvíkur.
Keppt var í stórsvígi á föstudagakvöldið í upplýstri braut. Á laugardaginn var keppt í svígi í brakandi blíðu og töluverðu vorfæri. Seinnipart laugardagsins var síðan keppt í sundi, því bringusund er grein á Jónsmótinu sem og samanlagt stórsvig og sund.
Alls kepptu níu galvaskir krakkar frá SFÍ á Jónsmótinu. Mótið er fyrir krakka á aldrinum 9 til 13 ára. Og var SFÍ með krakka í næstum öllum flokkum.
Fern verðlaun urðu raunin eftir mótið, Amelía Jónsdóttir lenti í 5. sæti í sundi 10 ára stúlkna, Saga Björgvinsdóttir lenti í 2. sæti 11 ára stúlkna og Alexander Sebastian Magneuson hlaut 1. sæti í sundi 13 ára drengja sem og 3. sæti í samanlögðu sundi og stórsvígi.