Skíðað fyrir Úkraínu


Gullrillurnar eru afrekskonur í víðum skilningi sem tóku þá afdrifaríku ákvörðun að æfa sig undir 50 kílómetra skíðagöngu í Fossavatnsgöngunni. Auk skíðagöngu eru þær vel liðtækar í hlaupum, hjólreiðum og sjósundi og svo mörgu öðru.

Nú ætla þær í dag miðvikudaginn 23. mars að skíða fyrir Úkraínu á Seljalandsdal og hvetja sem flest til að taka þátt.

Í leiðinni fer fram söfnun á peningum fyrir Unicef með frjálsum framlögum þátttakenda.
Allir eru hvattir til að klæðast gulu og bláu, ef fólk hefur tök á því.

Þátttakendum verður boðið upp á skíðanesti að göngu lokinni.
Fjölmennum og finnum samtakamáttinn á dalnum.

Gullrillurnar á fundi
DEILA