Orkusjóður úthlutar 900 m.kr. í styrki

Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. 

Orkusjóður styður jafnframt við verkefni sem stuðla að orkuöryggi og samkeppnishæfni á sviði orkumála og orkutengd verkefni á grundvelli orkustefnu, nýsköpunarstefnu, byggðastefnu og stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.

Styrkflokkar eru í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Íslands um að styðja við orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt, þ.m.t. í þungaflutningum, ferjum og höfnum og net hleðslustöðva í dreifðum byggðum og í ferðaþjónustu.

DEILA