Mikil starfsánægja á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er nú hæst meðal systurstofnana sinna

Í könnunin sem náði til um 31 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu, bæði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögunum og sjálfseignarstofnunum voru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.

Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.

Heildareinkunn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem hækkaði mjög frá 2018–19 og stóð í stað 2020 hækkar nú enn frekar eins og sjá má á mynd hér fyrir neðan.

DEILA