Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kópavogi

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp ferðakaupstefnuna Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 24. mars 2022 kl. 12:00 – 17:00 í Kórnum í Kópavogi.

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sex talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi.

Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu.

Alls verða 210 sýnendur á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna í ár. Sýningunni er skipt upp eftir landsvæðum og þannig geta gestir „flakkað á milli landshluta.“

Þessir sýnendur verða frá Vestfjörðum:

Vegamót Bíldudal
Harbour Inn
Vesturbyggð
Fantastic Fjords
Vesturferðir
Westfjords Adventures/Travel West
Sauðfjársetur
Kómedíuleikhúsið
Hversdagssafn – Museum of everyday life
Borea Adventures
Eaglefjord 
Hótel Ísafjörður
Dokkan brugghús
Hótel Flókalundur
Hótel Laugarhóll

DEILA