Lóan er komin

Fyrstu heiðlóur ársins sáust í gær 5 fuglar á túni við Grænahraun í Nesjum, ein í Gaulverjabæ og 7 í Grunnafirði.

Frá þessu er sagt á síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands.

Í gær var jafndægur að vori og það má segja að það eigi vel við að vorboðinn ljúfi láti sjá sig á þeim degi.

.Jafndægur er sá dagur ársins kallaður þegar sól er beint yfir miðbaugi jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri og haustjafndægri.

DEILA