Landsmönnum fjölgaði um 2,0% á milli ára

Í Súðavík fjölgaði um 7% en það fækkaði um 4,9% á Tálknafirði

Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2022 var 376.248 og hafði búum fjölgað um 7.456 frá 1. janúar 2021 eða um 2,0%. Alls voru 193.095 karlar og 183.153 konur búsettar á landinu í upphafi ársins og fjölgaði körlum um 2,1% árið 2021 en konum um 1,9%.


Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.354 fleiri 1. janúar 2022 en fyrir ári. Það jafngildir 1,8% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurlandi þar sem fjölgaði um 3,3% á síðasta ári eða 1.049 manns. Fólki fjölgaði einnig yfir landsmeðaltali á Suðurnesjum um 913 einstaklinga (3,2%).

Minni hlutfallsleg fólksfjölgun var á Vesturlandi (1,9%), Norðurlandi eystra (1,8%), Austurlandi (1,7%) og á Vestfjörðum (1,4%). Minnst fjölgun varð á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um fimm einstaklinga eða 0,07%

DEILA