Landhelgisgæslan sótti veikan skipverja djúpt út af Ísafjarðardjúpi

Skipstjóri grænlensks fiskiskips sem var á veiðum djúpt vestur af Ísafjarðardjúpi hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að morgni mánudags og óskaði eftir aðstoð vegna veikinda eins skipverjans um borð.

Varðskipið Þór var í grenndinni og hélt þegar á staðinn.

Sjúkraflutningamenn úr áhöfn Þórs fóru frá varðskipinu á léttbát og sóttu sjúklinginn um borð í fiskiskipið. 

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var sömu­leiðis kölluð út og var hugað að sjúk­lingn­um um borð í varðskip­inu þar til þyrl­an kom og sótti mann­inn. Var maður­inn hífður um borð í þyrluna síðdeg­is í gær og flogið með hann til Reykja­vík­ur þar sem hon­um var komið und­ir lækn­is­hend­ur.

https://youtu.be/Iy057C1xWIQ
DEILA