Körfubolti – Vestri – ÍR í Subwaydeild Karla

Vestri mætir ÍR í lokaumferð Subwaydeildar karla í kvöl 31 mars kl. 19:15.

Þetta er lokaleikur liðsins í efstu deild í bili og hvetjum við Ísfirðinga og nærsveitafólk til að fjölmenna og styðja strákana.

Eftir leik Stjörnunnar og Vestra fyrir fáum dögum , sem Stjarnan vann 99-66, vildi Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur.

„Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“

„Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ sagi hann í viðtali við Vísi.

DEILA