Körfubolti : Vestri féll úr úrvaldsdeildinn

Vestri er fall­inn úr úr­vals­deild karla í körfuknatt­leik, Su­bway-deild­inni, eft­ir tap gegn Breiðabliki í Smár­an­um í Kópa­vogi í 20. um­ferð deild­ar­inn­ar í gærkvöld.

Breiðablik leiddi með þrem­ur stig­um eft­ir fyrsta leik­hluta, 31:28. Blikar juku for­skot sitt í öðrum leik­hluta í sjö stig og var staðan 56:49, Breiðabliki í vil, í hálfleik.

Vestra­menn byrjuðu seinni hálfleik­inn af krafti og var staðan 81:76, Breiðablik í vil, að þriðja leik­hluta lokn­um.

Vestra­menn skoruðu ein­ung­is 15 stig gegn 31 stigi Breiðabliks í fjórða leik­hluta og þar við sat.

DEILA