Jóhann Króknes Torfason sæmdur gullmerki KSÍ

Síðast liðinn föstudag var hópur öflugs fólks sæmt ýmist gull eða silfurmerkjum KSÍ. 

Okkar maður Jói Torfa var einn þeirra sem var sæmdur gullmerki KSÍ. Jói hefur verið viðloðandi knattspyrnuna frá unga aldri og hefur lagt sitt að mörkum til íþróttamála hér á svæðinu.

Hann var formaður ÍBÍ og BÍ88. Hann hefur setið í ýmsum nefndum er varða uppbyggingu íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ og gengdi hann formennsku félags við byggingu áhorfendastúku við Olísvöllinn á Torfnesi. 

Jói hefur verið gríðarlega öflugur í þessu starfi og eigum við honum, og ekki síður henni Helgu, mikið að þakka. 

Jói er vel að gullmerkinu kominn og viljum við óska honum til hamingju og í leiðinni þakka honum innilega fyrir sitt framlag til íþróttamála á svæðinu í gegnum árin segir í frétt Vestra af veitingu viðurkenningarinnar 

DEILA