Húsafriðunarsjóður úthlutar styrkjum

Úthlutað hefur verið úr húsafriðunarsjóði árið 2022. Fjöldi umsókna var 285 og veittir voru 242 styrkir að þessu sinni. Úthlutað var 300 milljónum króna en sótt var um ríflega 1,2 milljarða króna.

Minnt er á að hafa verður samráð við Minjastofnun Íslands um þær framkvæmdir sem styrkir eru veittir til hverju sinni áður en þær hefjast. Úthlutun styrks jafngildir ekki sjálfkrafa samþykki á því hvernig verkið verður unnið.

Mörg verkefni á Vestfjörðum fengu styrki.

Í flokknum friðlýstar kirkjur:

Árneskirkja 1,400 þús.

Eyrarkirkja í Súðavíkurhreppi 1,400 þús.

Hrafnseyrarkirkja 1,300 þús.

Sæbólskirkja 600 þús.

Unaðsdalskirkja 300 þús.

Ögurkirkja 400 þús.

Af öðrum styrkjum til Vestfjarða má nefna:

Edinborg Ísafirði 2,300 þús.

Krambúðin í Neðstakaupstað á Ísafirði 1,800 þús.

Ásgerður í Flatey 1,100 þús.

Sundstræti 41 Ísafirði 1,000 þús.

Prestsbústaðurinn Stað í Aðalvík 1,100 þús.

Símstöðin Patreksfirði 1,050 þús.

Gamli bærinn á Sveinseyri á Tálknafirði 2,000 þús.

Höll í Haukadal í Dýrafirði 1,200 þús.

Síldarverksmiðjan í Djúpavík 1,050 þús.

Nánar um úthlutunina hér


DEILA