Hreinsunarstarf á Suðureyri

Sigríður Kristinsdóttir og Kristín Kröyer

Tveir starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa sinnt mikilvægu eftirliti og ráðgjöf við hreinsunarstarf vegna olíulekans á Suðureyri þega um níu þúsund lítrar af olíu láku úr tanki við kyndistöð Orkubús Vestfjarða.

Kristín Kröyer, sérfræðingur í teymi mengunareftirlits, hefur fylgst með hreinsunaraðgerðum í kringum uppruna lekans við Orkubúið. „Það var lán í óláni að olían fór beint í drenlögn og mengaði jarðveginn ekki eins og óttast var“ segir Kristín. Olían lak úr tankinum í gegnum drenlögn og rör, í nálæga tjörn og þaðan út í höfn. 

Sigríður Kristinsdóttir, teymisstjóri mengunareftirlits, hefur aðstoðað hafnarstjóra við að stýra aðgerðum til þess að hefta mengun í höfninni og ná olíunni upp. Til þess hafa m.a. verið notuð olíuupptökutæki úr eigu Umhverfisstofnunar, annað slíkt tæki, ísogspulsur og ísogsmottur frá Olíudreifingu. 

Áhersla er lögð á að hreinsa svæði sem er næturstaður æðarfugla. „Annars er það bara að fylgjast grannt með og bíða eftir stórstreyminu“ segir Sigríður. 

DEILA