Halla Signý fékk Jafnréttisverðlaun Framsóknar

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi hlaut Jafnréttisverðlaun Framsóknar á 36. Flokksþingi Framsóknar sem fram fór um helgina.

Halla Signý hefur staðið þétt með þeim málefnum sem snerta konur og jafnrétti í störfum sínum á Alþingi.

Á þinginu var stjórn flokksins kosin og var Sigurður Ingi Jóhannsson endurkjörinn sem formaður Framsóknar með 98,63% atkvæða. Lilja Alfreðsdóttir hlaut 96,43% atkvæða í kosningu varaformanns og . Ásmundur Einarsson var kosinn ritari og hlaut hann 95,59% atkvæða.

DEILA