Hábrún vill ala 11.500 tonn af regnbogasilungi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi

Fyrirhugað eldi Hábrúnar í Ísafjarðardjúp

Hábrún ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats á 11.500 tonnum af regnbogasilungi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.

Í tillögu að matsáætlun er lýst helstu umhverfisþáttum á kvíasvæðinu. Farið er yfir framleiðsluferli á 11.500 tonna eldi, eldisstofni, fóðurnotkun og losun á næringarefnum.

Þá er lýst hugsanlegum umhverfisáhrifum eldisins, þeim gögnum
sem til eru og þeim rannsóknum sem þarf að gera og hugsanlegum mótvægisáðgerðum.

Hábrún ehf er fiskeldisfyrirtæki með aðsetur á Ísafirði að mestu í eigu heimamanna.

Matsáætlunin er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar og heimasíðu fyrirtækisins og allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.

DEILA