Gunnar og Þórarinn nýir eigendur Hótel Flateyjar

Eins og greint var frá hér í gær hafa nýir eigendur yfirtekið Hótel Flatey. Að sögn Vísis í dag er það félag í eigu viðskiptafélaganna Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, sem eru meðal annars eigendur fasteignasölunnar RE/MAX á Íslandi sem hafa fest kaup á hótel Flatey á Breiðafirði.

Hótelið sjálft heitir Stóra pakkhús og er byggt árið 1908 en auk þess er um að ræða Samkomuhúsið, byggt árið 1900 og Eyjólfspakkhús frá 1908. Árið 2019 voru svo byggð starfsmannahús ásamt geymslu og bílskúr. Alls er um að ræða 678 fermetra..

DEILA