Góður árangur hjá Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar

Félagar í Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar tóku þátt í tveimur mótum um síðustu helgi og var árangurinn mjög góður.

Á laugardag ver tekið þátt í móti í Kópavogi, svokölluðu STI móti. Í liðakeppni urðu bæði kvennaliðið og karlaliðið í 1. sæti. Í karlaliðinu voru Valur Richter, Guðmundur Valdimarsson og Ívar Már Valsson en kvennaliðið skipuðu Guðrún Hafberg, Karen Rós Valsdóttir og Margrét Linda Alfreðsdóttir.

Þá urðu bæði Guðmundur Valdimarsson og Guðrún Hafberg í öðru sæti í einstaklingskeppni en í þrístöðu sem er mjög erfið skotgrein með rifflum lenti Guðrún Hafberg í öðru sæti í kvennaflokki og Valur Richter í þriðja sæti í karla flokki.

Á sunnudag var STI mót hjá Skotfélagi Reykjavíkur í Egilshöll þar sem flestir keppendur bættu árangur sinn.

DEILA