Framboðsfrestur til sveitarstjórna er til hádegis 8. apríl

Frestur til að skila framboðslistum til sveitarstjórnakosninga til kjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi rennur út klukkan 12 á hádegi föstudaginn 8. apríl.

Í tilkynningu frá Landskjörstjórn kemur einnig fram að þeir sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skuli tilkynna þá ákvörðun innan sama frests.

Utankjörstaða atkvæðagreiðsla skal hefjast svo fljótt sem kostur er eftir að framboðslistar hafa verið auglýstir, þó eigi síðar en 29 dögum fyrir kjördag, sem er 14. maí.

DEILA