Fjölmenningarlegt knattspyrnumót

Á sunnudag var haldið knattspyrnumót í íþróttahúsinu Árbæ í Bolungarvík sem með sanni má segja að hafi verið fjölmenningarlegt. Þar var keppt í knattspyrnu og voru liðin frá fyrirtækjum, íþróttafélögum, vinahópum og mörgum löndum. Allir keppendur voru eldri en 16 ára og áhorfendur á öllum aldri voru margir.

Það voru þeir Damian Wisniewski og Daniel Dabrowski sem áttu hugmyndina að mótinu og sáu um undirbúning.

Þeir nutu stuðnings Bolungarvíkurkaupstaðar og starfsfólks íþróttahússins við framkvæmdina og þótti mótið takast í alla staði mjög vel. Svo vel að áform eru uppi um að endurtaka mótið í sumar og spila þá úti.

Meðfylgjandi myndir tók Magnús Már Jakobsson.

DEILA