Fjögur tilboð bárust í vegagerð um Teigsskóg

Teigsskógur.

Fjögur tilboð bárust í vegagerð um Teigsskóg og var það lægsta frá Borgarverki í Borgarnesi upp á 1.235 milljónir króna eða 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði sem var 1.431 milljón kr.

Næstlægsta tilboðið var aðeins átta milljónum króna hærra og kom frá Norðurtaki ehf. og Skútabergi ehf. á Akureyri, upp á 1.243 milljónir króna eða 86,9 prósent af áætluðum kostnaði.

Hin tilboðin voru frá Suðurverki hf. í Kópavogi sem bauðst til að vinna verkið fyrir 1.479 milljónir króna og Íslenskir aðalverktakar hf. buðu 1.755 milljónir króna, sem reyndist langhæsta boðið eða 23 prósent yfir áætluðum verkkostnaði.

Verkinu á að vera að fullu lokið 15. október 2023.

DEILA