Einar Þór fær heiðursmerki Samtakanna ’78

Bolvíkingurinn Einar þór sæmdur heiðursmerki

Stjórn Samtakanna ’78 hefur ákveðið að sæma Einar Þór Jónsson heiðursmerki félagsins fyrir baráttu sína í þágu réttinda hinsegin fólks.

Einar Þór hefur staðið í stafni baráttunnar við HIV og alnæmi frá því á 9. áratugnum og var fyrsti HIV-jákvæði einstaklingurinn til þess að koma fram undir nafni á Íslandi.

Ævisaga hans, Berskjaldaður, sem kom út árið 2020 hefur haft mikil áhrif og varpað tímabæru ljósi á veruleika homma og tvíkynhneigðra karla á tímum alnæmisfaraldursins.

Einar Þór verður formlega sæmdur heiðursmerkinu við hátíðlega athöfn í Iðnó laugardaginn 5. mars kl. 18:00.

Landsþing hinsegin fólks fer fram dagana 4.-5. mars og er dagskráin mjög fjölbreytt.

DEILA