Björgunarbáturinn Kobbi Láka ónothæfur

Þann 8. febrúar varð það óhapp að sjór lak inn í björgunarbátinn Kobba Láka þar sem hann lá í Bolungarvíkurhöfn og var báturinn nánast sokkinn þegar að var komið. Þó vel hafi gengið að dæla úr bátnum með aðstoð slökkviliðs er nú orðið ljóst að ekki er ráðlegt að fara í viðgerð eins og ástand bátsins er.

Nú er því svo komið að Kobbi Láka hefur lokið þjónustu fyrir sveitina eftir stuttan en farsælan feril.

Björgunarsveitin Ernir hefur þegar hafið leit af nýjum bát og njótum í því ferli dyggrar aðstoðar hjá skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

DEILA