Átak í skráningu örnefna

Í september var hleypt af stokkunum hjá Landmælingum Íslands landsátaki í skráningu örnefna sem fékk heitið Hvar er?

Í kjölfar þess voru haldin 15 námskeið víðsvegar um landið þar sem yfir 100 staðkunnugir einstaklingar og áhugafólk um örnefni fengu leiðbeiningar við afmörkun örnefna í Örnefnaritli, sem er veftól tengt beint við Örnefnagrunn.

Þessi mikli fjöldi nýrra skráningaraðila leiddi til þess að fjöldi staðsettra örnefna jókst mjög hratt í Örnefnagrunninum og undir lok árs voru þau orðin rúmlega 150.000.

Alls voru skráð yfir 13.000 ný örnefni í Örnefnagrunn Landmælinga Íslands á árinu 2021 sem er nokkuð meira en áður.

Vikulega eru nýskráð örnefni lesin yfir og þau birt í vefsjám og kortaþjónustum stofnunarinnar. Í mars, júní, september og desember er Örnefnagrunnurinn gefinn út til niðurhals fyrir þá sem nota gögnin við kortagerð og aðra vinnu

DEILA