Áformað að byggja 9 sumarbústaði í Önundarfirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur heimilað að skipulagslýsing fyrir tvö deiliskipulagssvæði í Önundarfirði verði auglýst skv. 40 gr. skipulagslaga. Svæðin eru annars vegar Selakirkjuból 2-4 og hinsvegar Breiðadalur Neðri 4 og Breiðadalur 2 Innsta Bæ.

Landeigendur áforma byggingu frístundahúsa á jörðunum Selakirkjubóli 2-4 (L141050), Breiðadal Neðri 4 (L141041) og Breiðadal 2 Innsta Bæ (L141038) í Önundarfirði.

Gert er ráð fyrir allt að þremur frístundahúsum á hverri jörð, samtals níu hús.

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 14. apríl 2022.

DEILA