Vestri ræður yfirþjálfari yngri flokka og framkvæmdarstjóra knattspyrnudeildar

Margeir Ingólfsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Vestra.

Margeir er uppalinn KR-ingur og starfaði þar sem þjálfari yngri flokka í fimm ár. Hann þjálfaði í knattspyrnuskóla Barcelona á Íslandi árið 2018 og tók einnig þátt í að þjálfa úrtakshópa KSÍ fyrir hæfileikamótun sama ár. Margeir er með KSÍ B þjálfaragráðu og er um þessar mundir við það að ljúka BSc námi hjá Manchester Metropolitan University í Community Football Coaching. Margeir kom fyrst til liðs við Vestra vorið 2021 sem þjálfari.

Margeir tekur við yfirþjálfun af Jóni Hálfdáni Péturssyni sem hefur starfað hjá félaginu í mörg ár.

Knattspyrnudeildin hefur lengi haft áhuga á að hafa framkvæmdastjóra á sínum snærum, einhvern sem þekkir starfið vel, getur tekið á móti foreldrum, þjálfurum, iðkendum og öðrum, leiðbeint og gefið upplýsingar ásamt því að vinna að uppbyggingu félagsins.

DEILA