Súðavíkurhlíð – Dauðans alvara

Skólastjórinn í Súðavík skrifar í tilefni dagsins.

Í dag 3. febrúar er búið að loka hliðinni óvenju snemma eða fyrir hádegi.

Það þýðir líka að það eru óvenjulega margir frá Súðavík lokaðir á Ísafirði núna.

Ég er skólastjóri Súðavíkurskóla sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli.

Í morgun fóru 4 af mínum starfsmönnum til Ísafjarðar af ýmsum ástæðum, tveir keyrðu inn í flóð á leiðinni heim aftur, en komust heim þar sem moksturs tækið var á leið á Ísafjörð aftur. Hinir tveir eru enn þá lokaðir á Ísafirði.

HVAÐ ÞARF AÐ GERAST TIL ÞESS AÐ FÁ GÖNG? Fólk á börn í Leikskólanum og grunnskólanum og enginn heima til þess að sækja þau eða taka á móti þeim að skóla loknum, því fólk er lokað á Ísafirði. Auðvitað verður þeim komið til bjargar líkt og öllum sem lokast hérna megin við hliðina, enn hvað þarf í alvöru að gerast til þess að það verði hlustað

DEILA