Súðavík: Ný höfn á Langeyri

Skrifað hefur verið undir framkvæmdasamning við Tígur ehf. í Súðavík um gerð fyrirstöðugarðs vegna landfyllingar og nýrrar hafnar í Súðavík við Langeyri í Álftarfirði.

Tígur ehf. sem átti lægsta tilboðið í verkið, hefur langa reynslu af framkvæmdum við slík mannvirki, nú síðast við að stækkun Ísafjarðarhafnar.

Áður hafði Súðavíkurhöfn og Hafnarsjóður Ísafjarðarbæjar samið við Björgun ehf. um notkun á uppdælingarefni frá stækkun Ísafjarðarhafni til landfyllinga og er sá verkhluti metinn á 437 miljónir króna.

Verkkaupi að gerð fyrirstöðugarðs er Vegargerðin og skal verkinu lokið 1. október 2022.

Nýja höfnin við Langeyri tengist byggingu á nýrri verksmiðju Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf., sem fyrirhugar að hefja starfsemi í október 2025. Kalkþörungafélagið skrifaði undir samstarfssamning við Súðavíkurhrepp þann 16. október 2021 um uppbygginguna.

Nýja höfnin er utan snjóflóðasvæðis og mun nýtast fleirum og gefur vaxtatækifæri fyrir hafnsækna starfsemi.

DEILA