Skýrsla um öryggi lendingarstaða

Ísafjarðarflugvöllur. Mynd: Isavia.

Skýrsla starfshóps um öryggi lendingarstaða kom út í endaðan desember sl. Skýrslan felur í sér heildstætt mat á mikilvægi lendingarstaða á Íslandi út frá öryggishlutverki þeirra í víðum skilningi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skipaði starfshópinn (þá sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) í júní sl. til að leggja mat á lendingarstaði út frá öryggi þeirra.

Skýrslan var unnin í samstarfi við Flugmálafélag Íslands, heilbrigðisráðuneytið, Isavia innanlandsflugvelli, Landhelgisgæslu Íslands, Mýflug, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Í skýrslunni er fjallað um sjö flugvelli á Vestfjörðum en aðeins þrír þeirra, það er á Ísafirði, Bíldudal og Gjögri eru með klæðningu á flugbraut.

Á Reykhólum og í Reykjanesi er nýlegt malarlag á flugbrautum en á Þingeyri flugvöllur með klæðingu en ónýtt burðarlag og ónothæfur á vissum árstímum. Hólmavík er ástand sagt þokkalegt, lausamöl í yfirborði og grjót farið að lyftast upp úr burðarlagi. Bindiefni nánast allt farið úr yfirborði.

Skoða skýrslu um öryggi lendingarstaða

DEILA