Sérfræðingur í markaðsmálum ráðinn til Vestfjarðastofu

Sölvi Guðmundsson hefur verið ráðinn til Vestfjarðastofu í starf sérfræðings í markaðsmálum.

Hann er búsettur með eiginkonu og syni í Bolungarvík og mun hafa starfsstöð hjá Vestfjarðastofu á Ísafirði.

Sölvi hefur stundað nám í hagfræði við Háskóla Íslands og er nú í meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun við Háskólann á Bifröst.

Sölvi hefur víðtæka reynslu af störfum í ferðaþjónustu sem fasteigna, gæða-, öryggis og umhverfisstjóri, rekstrarstjóri, deildarstjóri og leiðsögumaður hjá Arctic Adventures og hefur síðustu tvö ár unnið við markaðsgreiningar hjá Tm2, Technology Metals Market Limited. 

Sölvi er öflug viðbót í teymi starfsmanna Vestfjarðastofu og hefur störf þann 1. mars næstkomandi. 

DEILA