Selir

Hér við Ísland kæpa tvær selategundir: útselur og landselur. Landselurinn er algengasti selurinn við Ísland og finnst allt í kringum landið. Hann sést oftast nálægt landi, oft innan um sker og smáar eyjar, en einnig á sandfjörum og í árósum.

Landselurinn er frekar lítill af selum að vera, brimlarnir (karldýrin) geta orðið allt að 2 metrum á lengd og 150 kg. Urturnar (kvendýrin) eru minni. Árið 2016 var áætlað að tæplega 7700 landsselir væru við Ísland og fer þeim mikið fækkandi.

Útselurinn var oft nefndur haustselurinn því hann kæpir á haustin en landselurinn sem kæpir á vorin var kallaður vorselurinn. Báðar tegundir maka sig fljótlega eftir að kópurinn er farinn að sjá um sig sjálfur.

Af vefsíðunni sjavarlif.is

DEILA