Salmonella í kjúklingum frá Reykjagarði

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað framleiðslulotuna.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
  • Rekjanleikanúmer: 001-22-01-6-16. (Heill fugl og bringur)
  • Pökkunardagar: 15.02.22 og 16.02.22
  • Dreifing: Hagkaups verslanir, Krónan, KR, Nettó, og Kjörbúðin, Olís Varmahlíð

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila
vörunni til viðkomandi verslunar, eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1,
110 Reykjavík

Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati.

Salmonella smitast helst með menguðum matvælum. Beint smit manna á milli er fremur sjaldséð en kemur einna helst fyrir hjá einstaklingum sem annast sjúklinga með salmonella sýkingu, ef handþvottur er ófullnægjandi.Salmonellusýking einkennist af niðurgangi, ógleði, uppköstum, kviðverkjum og hita, sem gengur í flestum tilfellum yfir á 4-5 dögum. Fyrir kemur í fáum tilfellum að bakterían fer út í blóðið og veldur sýkingum í líffærum utan meltingarfæranna, til dæmis í hjarta og æðakerfi, milta, lifur og gallgöngum. Ef sýkingin hefur dreift sér til líffæra utan meltingarfæra geta komið einkenni frá sýkingarstað.

DEILA