Píanótónleikar í Hömrum- Oliver Rähni

Oliver Rähni

Nemandi Tónlistarskólans í Bolungarvík, Oliver Rähni, spilar einleikstónleika á píanó i dag, þriðjudaginn, 15. febrúar, klukkan 20:00 í Hömrum á Ísafirði.

Tónleikarnir eru seinni partur af framhaldsprófi, en prófinu sjálfu lauk Oliver með einkunnina 10,0 fyrir nokkrum dögum.

Oliver hefur fengið viðurkenningu fyrir frábæran einleik á píanó á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í landinu, sem er haldin í Eldborgarsal í Hörpu og á  á lokatónleikum Nótunnar árið 2016 fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi tónlistarflutning píanókonserts sem hann samdi sjálfur.

Í efnisskránni í kvöld eru perlur klassískrar píanótónlistar í gegnum aldirnar og þar á meðal nokkur íslensk verk.

Tónleikarnir eru ókeypis og allir velkomnir

DEILA