Ólöglegur hákarl og mygla í kökum

Matvælastofun vekur athygli á innköllun á Úrvals Hákarli frá Vestfiski ehf. sem framleiðir fyrir Ó. Johnson & Kaaber sem dreifir vörunni á markað.

Innköllunin er vegna þess að framleiðandinn er ekki með starfsleyfi fyrir framleiðslunni. OJK hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna. Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til Ó. Johnson & Kaaber.

Þá vekur Matvælastofnun einnig athygli neytenda á innköllun á Gestus ljósum svampbotnum sem Krónan ehf. flytur inn.

Innköllunin er vegna þess að greinst hefur mygla in kökunum en komið er yfir best fyrir dagsetningu. Innflytjandinn hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið í Hafnarfirði og Kópavogssvæðis innkallað vöruna. Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila í þá verslun sem hún var keypt.

DEILA