LANDSFRAMLEIÐSLA JÓKST UM 4,3%OG ATVINNULEYSI DRÓST SAMAN UM 4,9 % Á MILLI ÁRA

Áætlað er að landsframleiðsla hafi aukist um 4,4% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2021 borið saman við sama tímabil fyrra árs.

Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi aukist um 4,3% að raungildi. Að teknu tilliti til mannfjöldaþróunar er áætlað að landsframleiðsla á mann hafi aukist um 2,5% að raungildi á milli áranna 2020 og 2021.

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar (VMR) mældist atvinnuleysi 3,3% í janúar 2022. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 4,9 prósentustig á milli ára og hefur hlutfall atvinnulausra ekki mælst lægra síðan í mars 2020 þegar takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins fóru að hafa áhrif á íslenskan vinnumarkað.

DEILA