Hlutdeild nýorkubíla í janúar 83,3%

Í nýskráningum fólksbifreiða fyrir janúar kemur fram að hlutdeild nýorkubíla vex jafnt og þétt.

Í tölum frá Bílgreinasambandinu kemur fram að sala á þeim nam alls 83,3% af heildarsölunni. Heidarnýskráningar voru 885.

Hreinir rafbílar tróna í efsta sætinu með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%.

Þegar janúar er senn á enda runninn eru flestar nýskráningar í Toyota, alls 109 bílar, sem nemur 12,8% af nýskráningunni. Hyundai er í öðru sæti með 93, bíla, alls 11.0%, og næstu sætum koma KIA og Mitsubishi með 86 bíla. Í fimmta sætinu kemur Jeep með 83 bíla. Aðrir bílategundir eru nokkru neðar.

Nýskráningar í janúar til almennra notkunar námu alls 80,8%% og til bílaleiga 18,2,7%.

DEILA