Háskólasetur: Tveir nemendur fá styrk frá Byggðastofnun

Frances Simmons, t.v. og Tyler Wacker, t.h. eru nemendur í Sjávarbyggðafræði.

Tveir nemendur við Háskólasetur Vestfjarða fengu á dögunum úthlutað styrk frá Byggðastofnun fyrir meistaraprófsverkefni sem þeir vinna að. Báðir styrkþegarnir stunda nám í sjávarbyggðafræði við Háskólasetur Vestfjarða.

Frances Simmons fær styrk fyrir rannsókn sína á samspili tilfinningatengsla fólks við tiltekna staði (e. place attachement) þegar náttúruvá er annars vegar. Í þessu sambandi skoðar hún Patreksfjörð sérstaklega og hugar að loftslagsbreytingum sem áhrifaþætti hvað varðar náttúruvá. Í verkefninu vinnur hún einnig út frá hugmyndum um seiglu samfélaga (e. resilience).

Tyler Wacker fær styrk fyrir rannsókn sem snýr að því hvernig borgaralaun gætu stuðlað að nýsköpun á Íslandi og sérstaklega í dreifðum byggðum. Þótt borgarlaun gætu haft áhrif á allar atvinnugreinar verður einkum hugað að skapandi greinum þar sem líklegast er að þær verið fyrsta til að nýta borgarlaun til nýsköpunar. Hugað verður að því hve mikillar nýsköpunar má vænta af borgaralaunum og hverskonar nýsköpunar launin gætu leitt til. Þá verður einnig hugað að mögulegum áhrifum borgaralauna á búferlaflutning fólks og hvernig þau gætu haft áhrif á slíkar ákvarðanir.

DEILA