Hafís á að færast frá landi

Meðfylgjandi mynd er teiknuð út frá radarmynd sem tekin var í morgun 3. febrúar 2022 kl 8:22

Hafísjaðar er nú 25 sjómílur norðvestur af Straumnesi en þar eru eftir talsverðar spangir.

Megin hafísjaðar er um 50 sjómílur norðvestur af Sauðanesi.

Norðaustlægar og norðlægar áttir ríkjandi næstu daga og ætti því hafísinn heldur að þokast frá landi.

Stakir jakar eru út af Húnaflóa og geta þeir verið hættulegir skipum.

DEILA