Hætta á snjóflóðum

Undanfarna sólarhringa hefur skafið mikið í norðaustan- og norðlægum vindi á Vestfjörðum og Norðurlandi.

Nokkur snjóflóð hafa fallið undanfarna daga á Vestfjörðum, m.a. úr hlíðinni ofan Flateyrar og yfir veg undir Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð.

Vitað er um veikt lag í snjóþekjunni á Vestfjörðum sem getur verið varasamt ef fólk er á ferð um brattlendi.

Á Tröllaskaga hafa tvö flóð fallið yfir Ólafsfjarðarveg um helgina. Allstórt flóð féll úr Strengsgili ofan Siglufjarðar aðfaranótt sunnudags.

Í ljósi þessara aðstæðna er rétt er að vara ferðafólk og vegfarendur sem fara um svæði þar sem snjóflóðahætta er.

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar bendir útivistarfólki á að snjóflóðaspá fyrir norðanverða Vestfirði og utanverðan Tröllaskaga er á rauðu.

https://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/

DEILA