Fyrirspurn um loftslagsáhrif botnvörpuveiða

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um loftslagsáhrif botnvörpuveiða.

 Þar spyr hún ráðherrann hvort hann telji ástæðu til að kanna loftslagsáhrif botnvörpuveiða innan landhelgi og efnahagslögsögu Íslands í ljósi þess að erlendar rannsóknir á áhrifum botnvörpuveiða á losun gróðurhúsalofttegunda benda til að rask á hafsbotni losi yfir milljarð tonna af koltvísýringi á ári, sem samsvarar því sem allar flugsamgöngur heimsins losa?

Mun ráðherra beita sér fyrir aðgerðum í þessum efnum? Ef svo er, með hvaða hætti? Óskað er eftir skriflegu svari.

DEILA