Auglýsing um réttarball

Tríóið „Villi, Gunnar og Haukur“ var stofnað árið 1972 og var um árabil húshljómsveit í Gúttó á Ísafirði.

Nafnið breyttist af og til og á tímabili var það „Villi, Gunnar og Baldur“ og síðar varð það „Villi, Gunnar, Baldur og Barði“.

Hljómsveitin lék víða fyrir dansi og var myndin á plakatinu tekin þegar þeir félagar voru að leggja upp í ferð til Fáskrúðsfjarðar haustið 1972. Frá vinstri Gunnar Hólm Sumarliðason, Vilberg Vilbergsson og Haukur Sigurðsson.

Af vefsíðu Héraðsskjalasafns Vestfjarða

DEILA