ARR genið fannst ekki í kindum á Kambi í Reykhólasveit

Mynd: Bændablaðið

Eftir að hin svokallaða ARR arfgerð, sem er verndandi gegn riðuveiki, fannst í kindum frá Þernunesi við Reyðarfjörð vaknaði von um að þessa arfgerð væri líka að finna á Kambi í Reykhólasveit því féð sem greindist á Reyðarfirði átti meðal annars ættir sínar að rekja til Kambs.

Nú er komin er niðurstaða úr sýnunum sem tekin voru úr alls 45 kindum. Engin þeirra reyndist vera með ARR arfgerðina.

Reykhólavefurinn hefur það eftir Karli Kristjánssyni bónda á Kambi að þetta hafi verið honum vonbrigði, en fyrst búið er að finna genið á Þernunesi í Reyðarfirði segir hann líkur á að það leynist víðar.

DEILA