Aftur kemur vonda veðrið

Freyja á Ísafirði

Vegna veðurs sem er fram undan víða um land ákvað Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestmannaeyjum og Vestfjörðum að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna frá klukkan 08:00 í dag, föstudaginn 25. febrúar.

Samhæfingarmiðstöð Almannavarna hefur verið starfrækt frá klukkan 8:00 og verður fram eftir degi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður versta veðrið í dag frá klukkan 11 og fram undir kvöld í dag.

Frá klukkan 13 er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum og frá kl. 14 á norðanverðum Vestfjörðum og er viðvörunin í gildi til kl. 19.

Varðskipið Freyja kom til Ísafjarðar á miðvikudag þar sem skipið var í viðbragðsstöðu vegna afar slæmrar veðurspár á Vestfjörðum. 

DEILA